Allt sem að þú gerir er atkvæði um hverskonar manneskja þú vilt verða.

PERSÓNULEG NÆRINGARÞJÁLFUN & EINKAÞJÁLFUN

.

Sérsniðin æfingarplön

Sérsniðið æfingarprógram í appi út frá þinni aðstöðu, getu og markmiðum.

Sérsniðin næringarþjálfun

Næringarþjálfun sem er algjörlega sérsniðin að þínum þörfum og út frá þínum markmiðum. Við finnum nálgun sem að hentar þér og þínum lífsstíl.

Einkaþjálfun

Persónuleg þjálfun í lokaðri æfingaaðstöðu í Osteósetrinu, Kirkjustétt 4 í Grafarholti.

Þegar þú mætir færðu rýmið algjörlega fyrir þig, engin truflun, bara þú og ég að vinna í þér..

Allt sem þú færð er spes gert fyrir þig. Sérsniðið að þínum þörfum.

Hvers vegna ættir þú að velja mig?

Af því að ég hef mikinn metnað fyrir að hafa góð áhrif á þína heilsu. Mig langar að miðla af minni þekkingu og persónulegu reynslu. Svo þú, eins og ég, lærir að hlusta á líkamann og lærir að treysta honum. Mig langar að valdefla þig með öllum þeim ráðum sem ég kann.

Saman erum við sterkari!

Þjónustu leiðir

Þetta snýst ekki um að vera fullkominn, heldur að byggja upp heilbrigða rútínu sem virkar fyrir þig. Þú færð persónulega ráðgjöf, vikulega eftirfylgni og stuðning alla leið.

Þessi þjónusta er fyrir þig sem vilt skoða mataræðið þitt af meiri dýpt, bæta það og næra líkamann á raunhæfan hátt. Markmiðin geta verið mismunandi, meiri orka, betri svefn, aukinn styrkur, meira jafnvægi, minni verkir, skýrari einbeiting eða betra samband við mat og eigin líkama.

Verð: 33.000 kr á mánuði

Hvað er innifalið
  • Upphafsviðtal, þar kynnumst við og finnum rétta nálgun fyrir þig
  • Aðgangur að hugbúnaði með appi sem við notum í þjálfuninni
  • Vikuleg check-in
  • Ótakmörkuð samskipti yfir vikuna
  • Þú getur bókað símtöl, videofundi eftir þörfum
  • Aðgangur að örlestrum & uppskriftum

Ég styð þig og aðstoða við að ryðja hindranir úr vegi, svo þú getir náð betri tengingu við líkama þinn, hreyfingu og mataræði. Við finnum saman hvað hentar þér. Réttu nálgunina á matarræðið og réttu hreyfinguna, með hliðsjón af því hvar þú ert í dag og hvað þú þarft núna.

Verð: 38.500 kr á mánuði

Hvað er innifalið
  • Upphafsviðtal, þar kynnumst við og finnum rétta nálgun á mat & hreyfingu fyrir þig
  • Aðgangur að hugbúnaði með appi sem við notum í þjálfuninni
  • Persónulegt æfingarplan, útfrá því hvernig þú villt og finnst skemmtilegt að æfa
  • Vikuleg check-in
  • Ótakmörkuð samskipti yfir vikuna
  • Þú getur bókað símtöl, videofundi eftir þörfum
  • Aðgangur að örlestrum & uppskriftum
  • Fer yfir æfingar video og hjálpa með tækni og form í æfingum

Persónuleg þjálfun í lokaðri æfingaaðstöðu í Osteósetrinu, Kirkjustétt 4 í Grafarholti. Þegar þú mætir færðu rýmið algjörlega fyrir þig, engin truflun, bara þú og ég að vinna í þér.

Hver tími er 60 mínútur.

Verð
  • Stakur tími – 13.000. Stakt skipti er tilvalið ef þú vilt læra nýja lyftu, vinna með tækni eða kafa dýpra í æfingar sem þú ert nú þegar að gera.
  • 4x í mánuði – 42.400 kr (10.600 kr pr. skipti)
  • 8x í mánuði (2x í viku) – 80.000 kr (10.000 kr pr. skipti)
  • 12x í mánuði (3x í viku) – 117.000 kr (9.750 kr pr. skipti)

Ef þú fílar að æfa með öðrum en vilt samt ekki týnast í hópnum, þá er semí einkaþjálfun fullkominn kostur. Þú færð persónulega leiðsögn, einstaklingsmiðaðar æfingar og eftirfylgni, en deilir tímanum og kostnaðinum með 1–3 öðrum í lokuðu rými.

Verð
  • Verðið fer eftir fjölda og hversu oft þið mætið. Sendu á mig línu og við finnum út úr því saman!

Hér færð þú allt og meira til. Þetta er fyrir þá sem þurfa / vilja mikla þjónustu. Heildrænt plan fyrir næringu, æfingar og einkaþjálfun útfrá þeim markmiðum sem þú hefur.

Verð: Tilboð út frá magni af þjónustu

Hvað er innifalið
  • Upphafsviðtal, þar kynnumst við og finnum rétta nálgun á mat & hreyfingu fyrir þig
  • Einkaþjálfun í einkaæfingaraðstöðu.
  • Aðgangur að hugbúnaði með appi sem við notum í þjálfuninni
  • Persónulegt æfingarplan, útfrá því hvernig þú villt og finnst skemmtilegt að æfa
  • Vikuleg check-in
  • Ótakmörkuð samskipti yfir vikuna
  • Þú getur bókað símtöl, videofundi eftir þörfum
  • Aðgangur að örlestrum & uppskriftum

Til að halda sem mestum gæðum á þjónustunni tek ég einungis á móti ákveðið mörgum í einu.
Það er 1 mánaða uppsagnafrestur á næringarþjálfun og næringar&fjarþjálfun.

Þjálfarinn Þinn

Hæ! Ég heiti Ástrós Helga Hilmarsdóttir Hólm og er næringar- og einkaþjálfari. Frá því að ég man eftir mér hef ég fundið ánægjuna sem fylgir því að hreyfa sig og borða hollan og góðan mat. Ég hef lent á veggjum með eigin heilsu, bæði andlega og líkamlega, en komist aftur á rétta braut. Með þá reynslu og menntun mína að vopni vil ég bjóða þér í ferðalag til aukinna lífsgæða.

Ég veiti þér persónulega ráðgjöf, sérsniðna að þörfum og markmiðum þínum. Þú færð alla þá athygli sem þú þarft – verður skærasta stjarnan.

Við fylgjumst að á ferðalaginu með reglulegum og vandlegum samskiptum. Ef þú tapar áttum þá gríp ég þig og leiði áfram.  

Hvort sem þú ert á upphafsreit eða komin vel á veg til góðrar heilsu þá langar mig að slást í för með þér. Saman erum við sterkari.

Mig langar að fylla þig eldmóði, kveikja áhuga þinn og örva. Og þetta verður skemmtiferð! Því hreysti líkama og hugar auðgar lífið og fyllir tilveruna þrótti og ánægju.

Menntun

• International Sports Sciences Association Master trainer
o Nutritionist
o Strength and Conditioning coach
o Corrective Exercise Specialist
o Exercise Recovery Specialist
o Transformation Specialist
• Macros nutrition coach frá WAG
• Certified body-image & food relationship coach